Fimleikar=)

Nokkur mál sem ég vildi koma að.

  1. C-hópurinn hefur stækkað þó nokkuð.  Þau eru mjög dugleg en vandvirkni vantar hjá mörgum.  Ég er að vinna í því en gott væri ef foreldrar minntu einnig börnin á að vanda sig við æfingar, hvort sem þau eru að æfa sig heima eða í salnum hjá mér=)  Þegar vandvirknin er komin þá er ekki langt í að þau fari að læra nýjar æfingar.  Nokkrur vandamál hafa komið upp í tímunum undanfarnar 2 vikur.  Sumar hafa því miður tekið uppá því að vera með dónaskap og mikla neikvæðni bæði við þjálfara og aðra iðkendur og þar að leiðandi er móralinn ekki sá besti í hluta hópsins.  Ég er að taka á því en einnig væri gott að fá hjálp frá foreldrum í þeim málum og hvetja barnið til jákvæðra samskipta og minna þau á að maður er alltaf dugleg/ur og stillt/ur í fimleikum.  Það væri líka gott ef foreldrar kæmu af og til og kíktu á eina æfingu eða svo.  
  2. Strákarnir, sem eru orðnir 4 í C- hópnum standa sig með príði þó sumir gleymi af og til hvað á að gera.  Strákarnir voru í m.a. í hringjunum í dag og gerðu nokkrar grunnæfingar þar.  Það gekk barasta mjög vel hjá þeim.  Þeim hefur farið vel fram.
  3. Stelpurnar eru einnig mjög duglegar en móralinn þarf að bæta.  Þetta eru frábærar stelpur, duglegar og vinnusamar og það gæti verið svo mikið skemmtilegra hjá öllum ef við myndum geta bætt þetta upp.  Gott væri ef þið töluðuð líka við stelpurnar ykkar og ath hvað væri í gangi hjá þeim=)

  1. B- hópurinn er frekar fámennur þessa dagana.  Stelpurnar segja að sumar séu hættar, en ekkert foreldri hefur látið mig vita af neinu svoleiði.  Ef að það eru einhver vandamál þá endilega komiði til mín og við getum fundið útúr því í sameiningu.  Ef stelpurnar eru að hætta þá þarf ég að vita af því, alveg eins og ég þarf að vita þegar einhver byrjar í fimleikum hjá mér.  Ég reikna með þeim sem eiga að vera og geri áætlun og markmið fyrir þá.  Þessi markmiðasetning og áætlanagerð er timafrek og gott væri að vita hverjir eru hættir og hverjir ekki svo ég sé ekki að eyða tíma mínum til einskis.  
  2. Stelpurnar eru mjög duglegar og jákvæðar og reyna sitt allra besta að mínu mati. 

  1. A-hópurinn hefur minnkað mjög mikið og eins og í B-hópnum þá væri gott að vita hverjir eru hættir og hverjir eru bara að mæta mjög stopult.  Tíminn í dag byrjaði heldur seint vegna vandamála í C-hópnum en mér fannst mjög nauðsynlegt að taka á því strax og biðst hér með afsökunar á seinkunninni í a-hópnum.
  2.  Hegðunin hjá A-hópnum hefur ekki verið sú besta en alls ekki sú versta.  Þetta hefur jú lagast aðeins síðan í haust en ég hef verið að setja harðari reglur nú í vikunni vegna vandamála.  T.d. eru ekki vatnspásuráp inn og út yfir alla æfinguna heldur er ein vatnspása þegar ca hálftími er liðinn af æfingunni.  Þá fer einn og einn í einu til að drekka.  Gott væri að minna krakkana á að fá sér að drekka áður en þau byrja  á æfingunni=)  Erfiðara er að fá svokallaðan "blaðmiða"hjá mér í enda æfingarinnar.  Krakkarnir þurfa að vanda sig og hlýða því sem þjálfari segir án þess að ég þurfi að endurtaka hlutina mjög oft.  
  3. Sláaraðlögun hefur gegnið misvel hjá krökkunum, sumir eru strax orðnir öruggir á slánni en aðrir eiga langt í land.  Krakkar þroskast mishratt svo þetta er bara spurning um tíma hvenær framfarirnar láta á sér kræla.   
  4. Þau eru þó mjög dugleg og jákvæðnin uppmáluð=)

Ef þið lumið á einhverjum ráðum handa mér, gagnrýni eða úrlausnum þá endilega látið mig vita=)

bkv. Maríanna

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband