3.10.2009 | 21:07
Hópaskipting
Undanfarið hefur A-01 hópurinn stækkað mjög mikið og eru þau nú 25 alls. Allt gengur þetta nú ágætlega þótt auðvitað séu vandamál þegar um svo stóran hóp er að ræða. Til þess að allir fái að njóta sín betur þá hefur verið ákveðið að skipta hópnum í tvennt, og jafnvel færa suma í eldri hópinn-sem heitir nú B-01. Allt er þetta í vinnslu núna og stendur til á föstudaginn að klára að meta börnin sem mættu ekki í dag svo hóparnir geti verið sem fyrst tilbúnir, þannig að allir fái nú eitthvað meira við sitt hæfi.
Þá stendur til að hafa 3 hópa;
A-01 = Byrjendur/stutt komnir
B-01 = Aðeins lengra komnir
C-01 = Lengra komnir/gamli B-01 hópurinn
Þessi hópaskipting er því miður aðeins möguleg á föstudögum, því þá getum við byrjað fyrr því skólinn klárast jú fyrr þann daginn. Þá stendur hugsanlega til á mánudögum að B-01 hópurinn skiptist í tvennt og helmingur mætir í A-01 tímann og hinn í C-01 tímann, eða jafnvel ef vel gengur að B-01 og C-01 myndu æfa saman á mánudögum. Óskastaðan væri auðvitað að hafa hópana 3 aðskilda bæði mánudag og föstudag en krakkarnir eru jú í skólanum til 2 og salurinn er upptekin eftir tímana hjá mér. Ef ykkur dettur einhver betri lausn í hug megið þið endilega koma með hugmyndir.
Að lokum vil ég minna foreldra á að skrá börnin sín á skráningarlistann sem liggur í íþróttahúsinu, og þá sérstaklega svo ég hafi nú símanúmer hjá ykkur-t.d.ef eitthvað kæmi uppá eða ég þyrfti að ná í ykkur. Einnig væri gott að ræða örlítið við alla foreldra þeirra barna sem voru að byrja, allavega kynni sig aðeins og börnin svo ég viti nú hvaða andlit tilheyra hverjum, því þetta gengur jú betur ef samskipti foreldra og þjálfara eru til staðar.
Þannig að næsta æfing, föstudaginn 09.okt, mæta allir á venjulegum tíma en eftir það verða hópaskiptingarnar vonandi tilbúnar og þá gef ég upp tímana hérna á síðunni.
Ég vona að þetta stuðli að aukinni vellíðan barnanna og því að þau fái góða skemmtun sem og hreyfingu við sitt hæfi og fái að njóta sín sem best=)
Bestu kveðjur
Maríanna Þórðar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.