Vorsýningin á morgun!

Vorsýningin er á laugardaginn næstkomandi, eins og vonandi flestir vita=).  Áætlað er að sýningin byrji kl 11.00 en krakkarnir eiga að mæta kl 10:15, til upphitunar, til að setja út áhöld og fara í gegnum generalprufu.

Takk fyrir veturinn!!

Hlakka til að sjá ykkur

b.kv

Maríanna (697-3474 eða 6151485)


VORSÝNING 12.JÚNÍ!!

ATH - skyndilegar breytingar urðu á tímasetningu á vorsýningunni og verður hún 12. júní en ekki næstkomandi laugardag!   Vinsamlegast látið tíðindin berast!  Æfingarnar munu því vera þangað til sýningin verður, s.s. 7 júní og 11. og svo endum við á sýningunni!;)

 

Krakkanrir ætla að sýna bæði einstök áhöld, sumir stökk, aðrir slá ofl.  en einnig munu hóparnir sýna dans, bæði eldri og yngri hóparnir sýna þá sameiginlegan dans.

 

Krakkarnir munu fá miða sendan heim með sér síðar en einnig munu upplýsingar koma á heimasíðuna!

 

b.kv =)

Maríanna Þórðardóttir! (6973474 og 6151485)  


Vorsýning!

Vorsýningin verður 5.júní! 

 

meira um það síðar! Krakkarnir fá miða á mánudaginn!

 

b.kv

Maríanna


Annar í Hvítasunnu!

Frí á mánudaginn, annan í hvítasunnu, vegna þess að það er annar i hvítasunnu!;)

 

Hlakka til að sjá ykkur á föstudaginn!

b.kv 

Maríanna!


Barnamenningarhátíðin og fimleikarnir!

Í tilefni barnamenningarhátíðarinnar ætla fimleikarnir ásamt klappstýrum og powersporti að vera með smá sýningu á mánudaginn.  Krakkarnir fengu miða heim um þetta á föstudaginn síðasta.  Öllum er boðið að koma og horfa!!

 Þeir sem ekki komu í gær og létu ekki vita að þeir kæmu ekki,  þeir vita víst ekkert af þessu!  Þetta er m.a. ein af ástæðum þess að ég bið foreldra vinsamlegast um að láta vita ef barnið þeirra kemur ekki á æfingu, en þá get ég einnig látið ykkur vita ef það er eitthvað í gangi.  Það er leiðinlegt fyrir krakkana sem mæta ekki og enginn lætur vita af þeim, að sjá alla hina sýna og þau vissu ekkert af þessu. =) Vonandi eruð þið foreldrar að kíkja á síðuna og lesa þetta núna=) 

 jæja, hvað um það, þeir sem mættu ekki á föstudaginn þeir mega alveg mæta á mánudaginn og sýna með hinum.  Við ætlum bara að hafa þetta skemmtilegt, alls ekkert formlegt.  A- hópurinn sýnir á gólfi og slá (bekkjum) en B og C sýna á gólfi og trampolíni.  Klappstýrurnar ætla að hjálpa til og segja krökkunum hvað á að gera næst ef einhver gleymir sér, svo það er ekkert mál fyrir þá sem mættu ekki að vera með.=)

Mæting hjá krökkunum er FYRIR kl 16:15.  Áætlað er að sýning byrji kl 16:30 !

 

b.kv 

Maríanna(697-3474)!


Páskafrí!!

Nú er komið páskafrí í fimleikunum hjá okkur!  Tímarnir byrja aftur föstudaginn þann 9. apríl!

Í litla hópnum hefur fjölgað svolítið en í stóra (B og C) hefur verið mikil fjölgun og krakkarnir stundum að mæta hátt í 15-20 í tímann.  Við erum nú komin með Aðstoðarþjálfara, hana Lindu svo nú ættu allir að geta fengið meiri þjálfun.  Hegðunin í stóra hópum hefur batnað mikið svo við komumst yfir mikið meira en við höfum getað gert áður.  

 

Gleðilega páska!

B.kv

Maríanna


Mánudagsæfingar hjá A-01

Fimleikakrakkar í A-01!

Í næstu viku getum við byrjað með æfingar á mánudögum líka! Fyrsta mánudagsæfingin verður 8.febrúar.  Æfingartímar verða þá:

·         Mánudagar kl 16:30-17:30.

·         Föstudagar kl 15:30-16:30.

B.kv Maríanna Þórðardóttir (697-3474)


Æfingar hefjast að nýju!

Gleðilegt ár!

 Nú fara fimleikaæfingar að hefjast aftur eftir jólafríið.  Ég hef fengið nýja stundatöflu sem lítur ekki vel út svo að æfingar geta því miður ekki verið með sama sniði og þær voru fyrir jól.  Nokkrar breytingar munu verða á æfingum og æfingartímum en ég reyni eftir fremsta megni að hafa þetta eins gott og ég mögulega get.  Eins og á haustönninni þá munu hugsanlega einhverjir tímar færast yfir á laugardagana.

Til þeirra sem eru í hóp B og C (Lengra komnir) :

  • Ég þarf því miður að setja hóp B og C saman, þeir byrja MÁNUDAGINN 18.JAN. Æfingar styttast um korter á mánudögum.  (Föstudaginn 22.jan þarf ég þó að biðja krakkana um að mæta kl 16:30 því ég kemst ekki fyrr.)
  • MÁNUDAGAR= 17:30-18:30
  • FÖSTUDAGAR= 16:15-17:30

Til þeirra sem eru í A-hóp (frekar nýbyrjaðir) :

  • Mánudagstímarnir falla því miður niður fram að 22. febrúar (mánudagur) en þá geta æfingar hugsanlega byrjað aftur á mánudögum 16:30-17:30 en um það verður látið vita síðar.
  • Ég GET ÞVÍ MIÐUR EKKI BYRJAÐ MEÐ A-HÓPINN FYRR EN 29. JANÚAR vegna þess að ég kemst ekki útaf skóla.
  • FÖSTUDAGAR = 15:30 -16:30 


Vonandi gengur þetta nú upp og ég vona að sem flestir sjá sér fært að mæta í þessa nýju og breyttu tíma.  Hlakka til að sjá sem flesta aftur á nýju ári!

Minni foreldra á að láta mig vita ef krakkarnir komast ekki á æfingar, eða eru að hætta!  Ef einhverjir nýir vilja byrja þá bara hafiði samband.  Ef eitthvað er óskýrt þá megiði endilega hringja eða senda sms eða e-meil.    Einnig er gott ef foreldrar koma og kíka við á einhverjar æfingar og spjalla örlítið eða bara horfa, það gengur alltaf betur ef þjálfari og foreldri eru í góðum samskiptum=)

 

Bestu kveðjur

Maríanna Þórðar (697-3474 eða mth29@hi.is)


Ármannsheimilið!

Á föstudaginn, 18. desember verður seinasta æfingin á haustönninni og þá  ætlum við að fara í Ármannsheimilið! Hóparnir verða eins og á mánudögum, s.s. B-hópurinn skiptist á milli A og C.  

A-hópurinn og B mætir kl 13:00-14:00

 (Alda Lára, Sabrína, Rannveig, Sigrún, Hulda, Arndís, Auður, Þorsteinn, Cýrus, Óliver, Rebekka, Emese, Katrín)

C- hópurinn og B mætir kl 14:00-15:30

 (Andrea Dís, Andrea Hjördís, Rangheiður Ósk, Rangheiður Ólöf, Birna, Bára, Benóný, Benjamín, Jóel, Regína, Krummi, Sirrý, Þórdís, Sóley Miriam, Katrín) 

 

Ath! Gott væri ef foreldrar myndu tala sig saman um hverjir geta keyrt í Ármannsheimilið og til baka!

Eftir áramót er planið að fara nokkrum sinnum aftur í Ármannsheimilið, en tímasetningar og dagsetningar eru enn óákveðnar.  

Minni á að mæta tímanlega og láta vita með síma eða smsi ef börnin komast ekki! 

 

B.kv Maríanna (697-3474)



Fimleikar=)

Nokkur mál sem ég vildi koma að.

  1. C-hópurinn hefur stækkað þó nokkuð.  Þau eru mjög dugleg en vandvirkni vantar hjá mörgum.  Ég er að vinna í því en gott væri ef foreldrar minntu einnig börnin á að vanda sig við æfingar, hvort sem þau eru að æfa sig heima eða í salnum hjá mér=)  Þegar vandvirknin er komin þá er ekki langt í að þau fari að læra nýjar æfingar.  Nokkrur vandamál hafa komið upp í tímunum undanfarnar 2 vikur.  Sumar hafa því miður tekið uppá því að vera með dónaskap og mikla neikvæðni bæði við þjálfara og aðra iðkendur og þar að leiðandi er móralinn ekki sá besti í hluta hópsins.  Ég er að taka á því en einnig væri gott að fá hjálp frá foreldrum í þeim málum og hvetja barnið til jákvæðra samskipta og minna þau á að maður er alltaf dugleg/ur og stillt/ur í fimleikum.  Það væri líka gott ef foreldrar kæmu af og til og kíktu á eina æfingu eða svo.  
  2. Strákarnir, sem eru orðnir 4 í C- hópnum standa sig með príði þó sumir gleymi af og til hvað á að gera.  Strákarnir voru í m.a. í hringjunum í dag og gerðu nokkrar grunnæfingar þar.  Það gekk barasta mjög vel hjá þeim.  Þeim hefur farið vel fram.
  3. Stelpurnar eru einnig mjög duglegar en móralinn þarf að bæta.  Þetta eru frábærar stelpur, duglegar og vinnusamar og það gæti verið svo mikið skemmtilegra hjá öllum ef við myndum geta bætt þetta upp.  Gott væri ef þið töluðuð líka við stelpurnar ykkar og ath hvað væri í gangi hjá þeim=)

  1. B- hópurinn er frekar fámennur þessa dagana.  Stelpurnar segja að sumar séu hættar, en ekkert foreldri hefur látið mig vita af neinu svoleiði.  Ef að það eru einhver vandamál þá endilega komiði til mín og við getum fundið útúr því í sameiningu.  Ef stelpurnar eru að hætta þá þarf ég að vita af því, alveg eins og ég þarf að vita þegar einhver byrjar í fimleikum hjá mér.  Ég reikna með þeim sem eiga að vera og geri áætlun og markmið fyrir þá.  Þessi markmiðasetning og áætlanagerð er timafrek og gott væri að vita hverjir eru hættir og hverjir ekki svo ég sé ekki að eyða tíma mínum til einskis.  
  2. Stelpurnar eru mjög duglegar og jákvæðar og reyna sitt allra besta að mínu mati. 

  1. A-hópurinn hefur minnkað mjög mikið og eins og í B-hópnum þá væri gott að vita hverjir eru hættir og hverjir eru bara að mæta mjög stopult.  Tíminn í dag byrjaði heldur seint vegna vandamála í C-hópnum en mér fannst mjög nauðsynlegt að taka á því strax og biðst hér með afsökunar á seinkunninni í a-hópnum.
  2.  Hegðunin hjá A-hópnum hefur ekki verið sú besta en alls ekki sú versta.  Þetta hefur jú lagast aðeins síðan í haust en ég hef verið að setja harðari reglur nú í vikunni vegna vandamála.  T.d. eru ekki vatnspásuráp inn og út yfir alla æfinguna heldur er ein vatnspása þegar ca hálftími er liðinn af æfingunni.  Þá fer einn og einn í einu til að drekka.  Gott væri að minna krakkana á að fá sér að drekka áður en þau byrja  á æfingunni=)  Erfiðara er að fá svokallaðan "blaðmiða"hjá mér í enda æfingarinnar.  Krakkarnir þurfa að vanda sig og hlýða því sem þjálfari segir án þess að ég þurfi að endurtaka hlutina mjög oft.  
  3. Sláaraðlögun hefur gegnið misvel hjá krökkunum, sumir eru strax orðnir öruggir á slánni en aðrir eiga langt í land.  Krakkar þroskast mishratt svo þetta er bara spurning um tíma hvenær framfarirnar láta á sér kræla.   
  4. Þau eru þó mjög dugleg og jákvæðnin uppmáluð=)

Ef þið lumið á einhverjum ráðum handa mér, gagnrýni eða úrlausnum þá endilega látið mig vita=)

bkv. Maríanna

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband